Ástarorrusta
Sólin sest
kvöldlitirnir lýsa upp himinninn
Þeir endurspeglast í húmbjörtum snjónum
eins og vindurinn sem blæs á vit örlaganna.

Þau finna hana í loftinu,
hún svífur um
líkt og laufblað
sem bærist um í andvaranum
hún hrífur með sér ungar sálir
sem njóta hvers andartaks
í faðmi hvers annars.


Myrkvið færist yfir,
hún leggst í dvala
hatur og öfund geysast yfir hana,
eins og eldur í sinu
laufin fölna og þrestirnir þagna.

Hún lætur ekki bugast
í harðri baráttunni
svífur á ný
í rafmögnuðu andrúmsloftinu.
lífið tekur við sér
litirnir koma fram

Dagur rís,
blómin blómstra
þau finna hana snúa aftur
í ljósi lífsins
sem hjartsláttur í vatni
þau njóta hennar,
Hún hefur sigrað.
 
Vimmi
1986 - ...


Ljóð eftir Vimma

Horfið
Ástarorrusta
Sumarmorgun