Á morgun
Á morgun ætla ég að snúa þróuninni við
og vaxa afturábak.
Æfa vel og lengi til að verða minni ég
og meiri ég.
Í hvert sinn sem ég finn mig týni ég mér aftur.
Komin í höfn til að sjá hana færða lengra í burtu
og ég skil ekki tilganginn.
Skil ekki guð.
Eins og að komast upp á fjallstopp
nær dauða en lífi,
aðeins til að sjá aðra brún.
Og ég er viss um að hún var þar ekki fyrir.
Viss um að guð hafi hnoðað í eina væna þegar
ég sá ekki til, svo aðra og aðra.
Ekki það að ég sé eitthvað að kvarta
- ég elska líf mitt...á köflum.
Samt fæ ég það oft á tilfinninguna að þarna úti
(helst í fljótandi formi)
sé einhverjum persónulega í nöp við mig,
svo gleymist ég og ég brosi
eins og barn sem kann ekki að blygðast sín.
Þá er slegið og slegið á hendurnar svo jafnvel
bossinn, ósnertur, roðnar.
En ég var góð
hvísla ég
á milli samanbitinna tannanna
(samviskan segir annað)
uns ég er farin að öskra.
Það er einmitt þá sem ég týni mér og þarf að
klifra nýja brún
með bólgna fingur og blóðuga samvisku.
Á morgun ætla ég að snúa þróuninni við.
Á morgun verð ég lítil til að stækka aftur.
og vaxa afturábak.
Æfa vel og lengi til að verða minni ég
og meiri ég.
Í hvert sinn sem ég finn mig týni ég mér aftur.
Komin í höfn til að sjá hana færða lengra í burtu
og ég skil ekki tilganginn.
Skil ekki guð.
Eins og að komast upp á fjallstopp
nær dauða en lífi,
aðeins til að sjá aðra brún.
Og ég er viss um að hún var þar ekki fyrir.
Viss um að guð hafi hnoðað í eina væna þegar
ég sá ekki til, svo aðra og aðra.
Ekki það að ég sé eitthvað að kvarta
- ég elska líf mitt...á köflum.
Samt fæ ég það oft á tilfinninguna að þarna úti
(helst í fljótandi formi)
sé einhverjum persónulega í nöp við mig,
svo gleymist ég og ég brosi
eins og barn sem kann ekki að blygðast sín.
Þá er slegið og slegið á hendurnar svo jafnvel
bossinn, ósnertur, roðnar.
En ég var góð
hvísla ég
á milli samanbitinna tannanna
(samviskan segir annað)
uns ég er farin að öskra.
Það er einmitt þá sem ég týni mér og þarf að
klifra nýja brún
með bólgna fingur og blóðuga samvisku.
Á morgun ætla ég að snúa þróuninni við.
Á morgun verð ég lítil til að stækka aftur.
Áður óútgefið.
2001.
Allur réttur áskilinn höfundi.
2001.
Allur réttur áskilinn höfundi.