

Steinsins mitt hjarta mig stingur í dag,
stálslegin er ég ei lengur.
Brestur og brotnar lag fyrir lag,
á brott er minn hamingjufengur.
Steinhjartað slær og mig grætir á ný,
sólin er farin úr heiði.
Dofi og dáleiðsla allt fyrir bý
nú er sit ég á öndverðum meiði.
Annarra angist er komin á mig.
Andskotans óttinn magnast.
Margur þá aftur heldur mig sig,
meira hvað djöfullinn hagnast.