Kveðja til Ljósvetningagoða
Farðu fram og fylktu liði,
í forsvari fyrir nýjum siði.
Því trúin er okkar tryggðaband,
treystu okkar fagra land.
Böndin okkur bræðrum haldi,
blítt og nærri þess fjallafaldi.
Landið er okkur landnemum allt
lítið þó sé og oftast kalt.
Frá því við stigum fyrst hér á storð,
styrjaldir háðum á bæði borð.
En stilla við skulum þingheim um stund
og styrjaldir forðast á helgaðri grund.
Ef slítum við trúnni þá slitna vor lög,
til slíkra verka er þjóð vor rög.
Því þjóðin án laga þykist ég sjá
að þrautlegan endi hljóti að fá.
Ljósavatnsgoði leggst undir feld.
Liggja mun þar nú tvö næstu kveld.
Heiðninni mun hann þar heilshugar hafna
og heiðra skal kristni svo megi hún dafna.
Þó séu ei allir þig sáttir við,
þolgæði sýndu minn vin, ég bið.
Þínir menn á þingi standa
þétt og nærri til beggja handa.
Sú trú sem upp er tekin hér
traust mun fylgja mér og þér.
Eins hún fylgi okkar þjóð
og verði hennar söguljóð.
í forsvari fyrir nýjum siði.
Því trúin er okkar tryggðaband,
treystu okkar fagra land.
Böndin okkur bræðrum haldi,
blítt og nærri þess fjallafaldi.
Landið er okkur landnemum allt
lítið þó sé og oftast kalt.
Frá því við stigum fyrst hér á storð,
styrjaldir háðum á bæði borð.
En stilla við skulum þingheim um stund
og styrjaldir forðast á helgaðri grund.
Ef slítum við trúnni þá slitna vor lög,
til slíkra verka er þjóð vor rög.
Því þjóðin án laga þykist ég sjá
að þrautlegan endi hljóti að fá.
Ljósavatnsgoði leggst undir feld.
Liggja mun þar nú tvö næstu kveld.
Heiðninni mun hann þar heilshugar hafna
og heiðra skal kristni svo megi hún dafna.
Þó séu ei allir þig sáttir við,
þolgæði sýndu minn vin, ég bið.
Þínir menn á þingi standa
þétt og nærri til beggja handa.
Sú trú sem upp er tekin hér
traust mun fylgja mér og þér.
Eins hún fylgi okkar þjóð
og verði hennar söguljóð.
Veturinn 2002-2003 settist ég niður og las Íslendingasögurnar í gegn. Ein af styttri sögum safnsins er Kristnisaga og við lestur þeirrar frásagnar fæddist þetta ljóð. Þorgeir goði á Ljósavatni sýndi djörfung og fylgismenn hans hljóta að hafa stutt hann með ráðum og dáð.