ekki laust við trega
gærdagar mínir hrúgast upp
allt bara í einu
og farið að dimma á kvöldin uppúr tíu

einu sinni í viðbót við enn og aftur
veit ég ekki hvort ég vil muna
lóuna í eyrunum
lyngið í nefinu

auðveldara að höndla haustið frekar í vetur
horfa ekki á sinuna í köntunum...
-bláberjasulta er nú voða góð  
marún
1981 - ...


Ljóð eftir marúnu

ekki laust við trega