Ástarsaga
Þegar ég sá þig fyrst kviknaði í mér blossi
Ég vildi kyssa þig hinum eilífða kossi
Ég sá bara hafið í augunum þínum
Og í því vildi ég sökkva huga mínum
Ég kalla þetta ást við fyrstu sýn
Og vona að þú verðir ávallt mín.
Að þú hverfir ekki eftir sekúndubrot
Því hjartað mitt fékk í sig skot
Skotið var fast og skotið af boga
Hann Amor lét þessa ör loga
Ég vona að þér sé ekki sama
Um að ég verði þinn herra og þú mín dama.


 
Valdís María Einarsdóttir
1986 - ...


Ljóð eftir Valdísi

Ástarsaga