Heimþrá
Hver er þín saga
gamli maður
því siturðu hér hvern dag
og drekkur kaffi
ég forvitnast um
hvað þú hugsar,
hvers þú saknar,
en nú ég veit
þú komst frá Færeyjum
sem ungur piltur
ætlaðir alltaf aftur heim
en villtist villu vega
í áfengi og böli
það er liðin tíð
gamli maður
alltaf kemur þú aftur
og drekkur kaffi
kannski þig langi heim
 
L.B
1978 - ...


Ljóð eftir L.B

Heimþrá
Bara þú.