Vináttan
Ég átti eitt sinn demant
glansandi og flottan
en dag frá degi
dofnaði glampinn
á endanum hann dó

Vinurinn dýrmætur er
sem dýrasti gimsteinn
gættu hans vel
því ekkert er eins dýrmætt
og vinurinn okkar

Ég átti eitt sinn tré
stórt og sterkt
en vatnið gleymdist
það bognaði hægt
á endanum það dó

Vinurinn er sterkur
styður þig ef þarf
en mundu eitt
það gengur ei
ef við gleymum að ræktan








 
Ragnhildur Inga Sveinsdóttir
1985 - ...


Ljóð eftir Ragnhildi Ingu Sveinsdóttur

Vináttan