

Fagurt syngur svanur
í saurugum polli
sjáðu hafið þar sem það hnyklar brýrnar
í logndrífu hversdagsins.
og maðurinn heldur að vatnið sé tært
Fagurt syngur svanur
í saurugum polli
vindurinn blæs yfir hæðina
og ærnar eru á beit
eins og krakkar í Breiðholtinu
Fagurt syngur svanur
í saurugum polli.
og maður með hatt og stífa tösku
flytur inn konur
sem dansa og duft í nös
Fagurt syngur svanurinn
Fagurt syngur svanurinn
Fagurt syngur svanurinn
og maðurinn sýpur á vatninu
með sál sinni
í saurugum polli
sjáðu hafið þar sem það hnyklar brýrnar
í logndrífu hversdagsins.
og maðurinn heldur að vatnið sé tært
Fagurt syngur svanur
í saurugum polli
vindurinn blæs yfir hæðina
og ærnar eru á beit
eins og krakkar í Breiðholtinu
Fagurt syngur svanur
í saurugum polli.
og maður með hatt og stífa tösku
flytur inn konur
sem dansa og duft í nös
Fagurt syngur svanurinn
Fagurt syngur svanurinn
Fagurt syngur svanurinn
og maðurinn sýpur á vatninu
með sál sinni