Fagurt syngur svanurinn
Fagurt syngur svanur
í saurugum polli

sjáðu hafið þar sem það hnyklar brýrnar
í logndrífu hversdagsins.
og maðurinn heldur að vatnið sé tært

Fagurt syngur svanur
í saurugum polli

vindurinn blæs yfir hæðina
og ærnar eru á beit
eins og krakkar í Breiðholtinu

Fagurt syngur svanur
í saurugum polli.

og maður með hatt og stífa tösku
flytur inn konur
sem dansa og duft í nös

Fagurt syngur svanurinn
Fagurt syngur svanurinn
Fagurt syngur svanurinn

og maðurinn sýpur á vatninu
með sál sinni 
Jón
1951 - ...


Ljóð eftir Jón

Fagurt syngur svanurinn