Hugsanir mínar
Í dag mun ég berjast,
Berjast við mínar hugsanir,
Læt það ekki berast, hvað ég hugsa í dag
Það má ekki gerast, ekki núna.

Er enn að berjast,
Berst við hugsanir mínar,
Má ekki segja neinum hvað ég hugsa
Eða ég verð lokaður inni,
Það má ekki gerast, ekki í dag

Ég svitna, það er ekki auðvelt,
Ég reyni, en það er ekki nóg,
Verð að gera betur, verð að segja,
Mínar hugsanir hef ég sagt þér frá

Mátt ei segja, ekki í dag
Mitt leyndarmál, mín hugsun
Hef ég sagt þér, mátt ei segja
Ekki láta loka mig inni
Vil ei rotna, útaf mínum hugsunum
 
Lovísa sveins
1983 - ...
einhvað sem ég pikkaði upp á 5 mín


Ljóð eftir Lovísu

Hugsanir mínar