Svartur köttur
kliðurinn í kringum mig sem hverfur þegar ég horfi á hvítan snjóinn sem liggur svo óhreyfanlegur og fallegur allt fyrir utan þennan stað þar sem klingir í bjórglösum og reykurinn fer í augun á manni svo mann svíður
og svo kemur svarti kötturinn og kveikir á kerti
(svona til að fá rómantíska stemningu í skammdeginu)
og allt verður eins og það var
kliðurinn tekur við og snjórinn er allt í einu orðin skítugur og kraminn undir fótum gangandi fólks sem hefur ekki hugmynd um hvert það er að fara þó það viti hver áfangastaðurinn er

og ég horfi á það
og velti því fyrir mér hvort ég verði nokkurn tímann þeirrar gæfu aðnjótandi

að vita hvert ég er að fara
 
Steinunn
1975 - ...


Ljóð eftir Steinunni

Svartur köttur