Þula-bula/ljóð-hljóð
(Kveikjan af þessari þulu-bulu (þ.e. órímuðu ljóði er lestur lesendabréfs í Morgunblaðinu 3l. október s.l. ( Guðmundur Guðmundarsson, eldri herramaður)

´Allt frá dögum
Egils´
íslensk ljóðagerð
stuðluð!
skrifaði Guðmundur nokkur
reiðilega

´Nú barasta
allt til hópa
ruglukollar
hortittasmiðir
kjaftaþruglarar

Og ÞETTA birtir Mogginn
suss og svei!

---

Laxness var óþekkur
shakespeare einnig
stuðluðu
harla lítið sem ekki neitt.

Ég ljóðskáld
innan gæsalappa
eða ekki

horfi á þessi háu tré
án laufa
vetur
þau bifast til og frá
(kannski má nú ekki segja bifast
í þessu samhengi?!)

Haglél skellur á bárujárnið
það er gott að vera innandyra

geng fremur eyrðarlaus
um hús mitt

grasekkja

set upp gluggatjöld
full af blómum

vermandi

´Það er ekki hægt að bjóða upp á von ljóð´
segir Gerður Kristný

Elísabet Jökuls
mæðist í mörgu
segir margt
vill bjarga svoooo mörgu

Ég hlusta stundum
þegar ég nenni

að vekja athygli
that is the point!

Bónusljóð Andra aftur?
30 prósent meira,
-sama alisvínið komið þarna aftur
og á allt
(Ekki Andri, ég sem er tengd honum
gegnum ættir okkar!)

Við erum ekkert öðruvísi
en Egill, eða hvað

aðrir tímar reyndar

Hvað á blessuð bókin að heita


hortittasmiður heillinn

meðgangan var erfið
en svona óx þetta ´afkvæmi´
akkúrat svona...

´Að gefa út ljóðabók´
sagði einhver
er eins og að kasta rósarblaði ofan af Mont Blanc og bíða eftir
bergmálinu

(alla vega hjá þeim sem eru ekki
færir að fylgja bókinni eftir)

Hva, er ekki nóg að skrifa bara bókina,
getur ekki einhver annar selt hana!!!!
spyr ljúflingurinn

Erum við nokkuð í stríði?
Kannski ættum
að skrifa
VEL SKRIFUÐ ljóð

gerum það bara!

Jú kannski að finna frelsið

tjáningarstríð

hið frjálsa orð
(þulu-bulu ljóð)

Niðurlæg é ljóð með
athæfi þínu!!

Kannski kona fari í göngutúr í myrgrinu

mikið af stjörnum
norðurljóðum
frosti
súrefni í lungun

Út skal snöggvast
að munnhöggvast
(rímar! sko barasta!)

Ástkæra ylhýra málið
Hversvegna fórstu svona fljótt
Jónas,
fótbrotinn og fullur
Hvað hefðir þú hugsað,
Munu þeirra (okkar)
tímar koma

Mun vera hægt að bjóða upp á
´vond´ ljóð í friði,
svo verða þau kannski einhverntíman
betri

(Ekkert veitir slíka yfirburði sem það að vera dauður. Jóh. Sigurjónsson--
Og: Ástin er kannski ekki lengur sterkari en hel, því tímarnir bjóða upp á svo margt. Guðb. Bergss. Hjartað býr
enn í helli sínum.

357711
 
Norma E. Samúeldsóttir
1945 - ...


Ljóð eftir Normu

Þula-bula/ljóð-hljóð
Þula-bula (endurbætt) Vegan lesendabréfs í Velvakanda um ljóð ´ruglukolla og hortittasmiða´...