Kæri vinur
Kæri vinur

Kærleikurinn er
sem logandi þráður
Þráðurinn liggur
frá mér til þín
Og sömu leið til baka
Þessi þráður
situr ekki bara þarna
eins og steinninn
Það þarf að búa hann til,
eins og brauðið
endurgera stöðugt,
gera nýtt.

Kæri vinur

Nýtt ár,
Óravíddir framtíðarinnar
með nýjum tækifærum
Óendanlegir möguleikar
í hverju augnabliki.
Hvert augnablik innifelur
„Nýtt upphaf“
Upphaf þar sem
ég og þú getum
skapað góðar orsakir
fyrir framtíðina,
skapað hamingju.

Kæri vinur

Þessu korti fylgir
gullinn þráður veruleikans
sem tengir alla hluti saman
Mig og þig og alla hina.
Leyfðu mér að geta þess líka
hvað þú ert sérstök manneskja
enginn er eins og þú.
Finnst þér það ekki frábært?
Án þín væri heimurinn öðruvísi.
Án þín væri heimurinn fátækari.
Nam-Mjóhó-Renge-Kjó
Nam-Mjóhó-Renge-Kjó
 
Stefán Magnússon
1957 - ...
Samið 3. des. 2001 í tilefni áramótakorta


Ljóð eftir Stefán

Kæri vinur