(ó)lygavefur
Einhver, eitthvað dregur hring utanum mig, þannig að ég sker mig úr fjöldanum nakinn einsog þegar ég kom úr móðurkvið. Það verður þögn í 32,3 sek.....svo sprenging.
Allir benda og benda og hlæja og hlæja....þau ýta mér til hægri, til vinstri niður í götu og engin hjálpar mér upp. Hversvegna geta þau ekki látið sig hverfa og hunsað mig.......hversvegna gleypa þau ekki handsprengju hugsa ég með mér og glotti;) ístaðin fyrir að drullast til að haldaáfram með sitt auma fucking líf, lyga líf.
En þau halda áfram á fullum krafti, öskrandi, potandi og sparkandi.
Svo einsog hendi hafi verið veifað kemur þetta gullfallega bláa ljós frá himninum og allir eru stjarfir.
Vera sem situr mér við hlið bendir mér á að taka fyrir eyrun og loka augunum.
Við það kom þessi brjálaða bassadruna og allt hristist.
Þegar ég þorði að opna augun eftir lætin var allt fullkomið allt gullfallegt, einsog ég var búin að óska svo lengi. Hvíta veran leiddi mig um. Þessi friður var yndislegur. Skyndileg vorum við komnir að stórri hurð. Hann benti mér að fara inn og það gjörði ég. Allt var fullkomið þarna inni, ég spurði engilinn hvar ég væri hann brosti bara. Er fólkið sem var vont við mig þarna úti? Já sagði engillinn.
Eru þau að koma hingað inn? Já einhvern tímann en ekki strax.
Ég gerði mig tilbúinn fyrir dýrindismáltíð sem hún og var. Svo eftir matinn hitti ég aftur vin minn. Hvenær fer ég svo aftur heim til mín? Heim til þín það getur þú ekki gert kallinn minn. Haaaa á ég að heima ég hér í þessari fallegu höll, nóg að borða og ekkert að. Ég held að ég sé farinn að sjá hvað er í gangi.......

ER ÉG........?

Já sonur minn það ertu.
 
Svanur
1978 - ...


Ljóð eftir Svan

(ó)lygavefur