Róboti
Lokaður á fangelsiseyju,
afplána ég dóm frá 8-16 5 daga vikunnar.
Ég sit í helli og sé skugga heimsins varpast á vegginn út frá ljósi fjölmiðla.
En af og til þarf að skipta um peru og þá lít ég við og sé raunveruleikan kaldan og dökkan.

Lokaður á fangelsiseyju,
færist ég með maurahrúgunni meðan örfáar drottningar háma í sig afrekstur.
Hópurinn er barinn áfram af trúarbragðarsvipu sem er beitt af þröngsýnum hálfdrottningum.
Hópurinn heldur hugsunarlaust áfram alveg sama.

Með byr undir vængi,
spilaði ég rétt úr spilunum og síðasta peran er sprungin.
Kalt varð heitt og dökkt varð ljóst og hrúgunni vantar einn vinnumaur.
En drottningarnar taka ekki eftir því, þær voru að eignast nýjan vin.  
Svavar
1984 - ...


Ljóð eftir svavari

Róboti