Hugleiðing
Auðmjúkur hugurinn dvelur um stund
hjá þér,
Þú birtist sem kærasta gjöf og
færðir mér gjöf gærdagsins.
Umbúðirnar skreyttar með döprum orðum sem yljuðu mér með lyginni.

Dag hvern lék ég með, faðmaði svo undurblítt við falsinu sem hringaði sig
í kringum stoðina er gaf lífinu það gildi til að lifa því.
Skilaboðin dulbúin í tjáningu án orða, birtust mér í óskilgreindri þrá eftir snertingu hins ósnertanlega.

Brostin augu,tár, leyfðu þér að umvefja augnablikið án nokkurra skuldbindinga um svikin loforð framtíðarinnar.
Leyfðu mínútum dagsins flæða draumkennt með þig í fanginu, áfram veginn að vegamótum hjartans.

Þar sem grunlausir fingur fanga það af alúð, varfærni og kærleik.
Hristu af þér helsið sem njörvar þig niður með beisli skynseminnar og finndu fyrir þeim krafti sem innsæið getur gefið,ef aðeins þú staldrar við,
hlustar, finnur og ferð eftir því.
 
Björk
1963 - ...


Ljóð eftir Björk

Hugleiðing