Lítið hús
Lítið hús, fullt af hlýju,
og innileika.
Óveðursnótt, full af hlýju
og innileika
Regnið og stormurinn
æða í kringum húsið á ströndinni.
Örlítið hús
sem rúmar svo mikla
hlýju, ástúð og innileika.
Í myrkrinu, regninu og storminum.
 
Ásdís Jónsdóttir
1943 - ...


Ljóð eftir Ásdísi Jónsdóttur

Lítið hús
Draumur
Sunnudagsmorgunn
Aðfangadagskvöld