Messa

Sunnudagsmorgunn
svo bjartur og fallegur
vekur mig upp
með fögrum klukknahljóm
af værum svefni vínandans
sem svæfði mig síðustu nótt.
Um leið og ég vakna
stilli ég á rás eitt
til að hlusta
á messuna
sem mér varð á
enn og aftur.  
Anna káradóttir
1965 - ...


Ljóð eftir önnu

Messa