Faðir
Faðir minn hann hefur þolað
þrekvirki og raun
honum var að heiman bolað
af móður með áfengis daun

Í körfu dúsa mátti hann
ásamt litlu systir sinni
og settur var í algjört bann
og haldið var svo inni

Svo liðu ár og hans móðir
vildi við hann losna
þá henti honum á ókkunar slóðir
með móður hjartanu frostna

en tók hún piltinn aftur til sín
til að fá sínar velferðisbætur
en lífið var honum ekkert grín
þótt drengurinn væri sætur

Og er hann varð sextán ára
henti móðir hans honum út
barnæskuna hann var búin að klára
meðan móðirin drakk af stút

En fór á sjóinn ungur drengur
til að vinna sér fyrir mat
þá móðir vildi hann hafa lengur
og í skamma stund við það sat

Þegar hann fékk svo útborgað
móðir hann keypti sér bús
fyrir peninga hans er hann hafði dorgað
og svo henti hún honum út fyrir hús.

Og faðir minn alla tíð héðan af
lét móður sína vera
og silgdi því einmanna um hið stóra haf
svona á ekki börnum sínum að gera.

Amma mín ég þig ekkert þekki
þú dópuð varst alla mína tíð
þú tókst úr mínum föður tilfinninga hlekki
sem ég nú fyrir svíð.

 
Þ.E
1981 - ...


Ljóð eftir Þ.E

.....Hönd......
Hugsun
Faðir