Ástin mín
Það var einn fagrann septmberdag
að grunur fór um mig leikandi,
tvö lítil strik sýndu mér það
að ég var orðin barnshafandi.

Kviður minn stækkaði dag frá degi
ég fann lífið dafna innan í mér,
þú varst aðeins agnarlítil baun í legi
og ég var þegar orðin yfir mig ástfangin af þér.

Þú stækkaðir ört og tíminn leið hratt
sársaukinn tók við, klukkan tifaði,
loksins fékk ég þig í fang mitt
og ég segi það satt,
þá fyrst fannst mér ég lifandi.

Ég vissi ekki að hægt væri að elska svo heitt
hjarta mitt slær hraðar við bros þitt,
eftir að ég fékk þig fyrst í fangið
hefur allt verið breytt,
þú færðir birtu og tilgang í líf mitt.

Ég skal gleðjast með þér
ég skal gráta með þér
ég skal alltaf reyna að vera til staðar,
mig langar að gefa þér allt það góða sem til er,
en gera þig hamingjusaman öllu framar.

Ég elska þig og dái, ég elska brosið þitt
þú ert tilgangur, gleði og hamingja mín,
aldei máttu því gleyma elsku hjartað mitt
að þú ert engillinn hennar mömmu sín.
 
L@dy
1982 - ...


Ljóð eftir L@dy

Ástin mín
Til þín