Hugsanir...pælingar :)
sit ég hér og skrifa ljóð
með símann mér við hlið
bíð eftir að heyra frá þér
því sum orð, þau þola enga bið.

fólk skrifar ljóð í ýmsum tilgangi,
semur níð, grín eða tjáir sína ást,
en flestir fá víst einhverntímann
við þessa list að fást.

mismunandi eru ljóðin
eins og mennirnir eru margir.
\"blómin sem hverfa\"
samið um sorgir
\"af hverju menn myrða\"
samið um stríð.
\"ótrúleg tilfinning hér inni\"
samið um ástir
\"það sem leynist undir skinni\"
samið um vín.
...\"ég vildi að þú værir hér\"...
...var einu sinni samið til mín...


 
Sigrún
1986 - ...
:) :) :)


Ljóð eftir Sigrúnu

The word on the street
Hugsanir...pælingar :)