Hamingjuþula
Lífsins nauðsynjar garðinn minn skreyta
Ég beit á og veit nú að hverju leita.
Augun á skjánum, hljóðin hlustina þreyta,
Heltekinn, ofseldur, krásanna verður að neyta.

Holur að innan held ég í keiminn,
Af háværum Mammons stemmum dreg seyminn,
Allt það sem áður gerði mig dreyminn
Ærir nú sálir um gervallan heiminn.

Tærður og særður treð ég í mal,
Tæki, klæði, ferðir, flug
Fáum nautnum vísa á bug.
Himnekst er mitt hal, vísast á ég mikið val,
Ó, guð ég elska kapital.

Ég sé nú eftir að kortið var klippt
Og krónunnar samningum af bankanum rift
Að geði og lundu ég ekki fæ lyft
Með lántökum, neyslu og yfirborðs stift.

Hamingju galdurinn kvuð vera sá
Að holuna fylla skal innanfrá.
Einbeita sinni að einföldum dyggðum,
Elska og sofa í fámennum byggðum.

Keyptu fátt en hyggðu hátt
Liggðu lágt sem lúðan.
Hógværð rækta í auðmýkt, sátt,
Ei sækja skalt í yfirdrátt
Því strengjalaus er brúðan.

Trúðu á tækifærin öll
Trúðu á eigin dreyrahöll.
Treystu á aðra tvisvar á dag
Treystu á hamingju og þjóðarhag.
Að því búnu ætla má
Að unaðsþankar fari á stjá.
Þá stendur eftir staðreynd merk
Þú stendur eftir: Kraftaverk.

 
Héðin
1970 - ...
Þankar á föstu 2001


Ljóð eftir Héðin

Hamingjuþula