Vögguvísa
Þey, þey og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
Hnigin er sól í sjó.
Sof þú í blíðri ró.
Við höfum vakað nóg.
Værðar þú njóta skalt.
Þey, þey og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
 
Jóhann Jónsson
1896 - 1932


Ljóð eftir Jóhann Jónsson

Landslag
Söknuður
Vögguvísa
Hvað er klukkan?