

Ég er fugl án fjaðra
-reytti þær þó af mér sjálf
Ég er maður án handa
-hjó þær þó af mér sjálf
Ég er ég án þín
þó án þín sé ég ekki ég
-hrakti þig samt burt sjálf
Veittu öðrum hendur og fiður
og sviptu mig sál minni
Gefðu öðrum það sem mig vantar
-þó helst ekki það sem mig vantar mest
-reytti þær þó af mér sjálf
Ég er maður án handa
-hjó þær þó af mér sjálf
Ég er ég án þín
þó án þín sé ég ekki ég
-hrakti þig samt burt sjálf
Veittu öðrum hendur og fiður
og sviptu mig sál minni
Gefðu öðrum það sem mig vantar
-þó helst ekki það sem mig vantar mest
Úr bókinni "Hingað og miklu lengra"