Hjálp í viðlögum
HJÁLP Í VIÐLÖGUM :



Grátt skegg í brunasárum –
berst í leikjum við því.

Heimsmeistaramót í
vitleysubrjálaðabrölti –

get kastað hringjum
í limahjarta sannleikans.

Syndi til móts við dauðann –
býst ekki við að það breyti neinu
um útkomuna –

held áfram að leika í fullri alvöru
og brosi við
Þér.


Hætta er á að hjólið springi –
hleyp
í stað eldamennskutrúarbragðabrölts.

Burt her fer í pólitískum landflótta
og skilur landið í rúst –

skúlptúr óráðinna örlaga bygg ég þegar
í lifandi mót hallarmynnanna.


Slys eru ekki óhöpp af tilviljun –
set mig í leikarastellingu
lífsuppvakningar-
augnabliksháréttatímabils.


























 
Benedikt S. Lafleur
1965 - ...
Ljóðið er úr bókinni: Í hugsunarleysi tímanna (úrval ljóðabullstilrauna ásamt óvitrænum myndskreytingum). Kom út 2002 hjá lafleur útgáfunni. Hér er um að ræða súrrealíska en um leið ódópaða eða fullkomlega tæra tilraun með ósjálfráða skrift sem höfundur kýs að kalla: Ljóðabullstilraunir eða á frönsku: L´art expérimental de la non-réflexion.


Ljóð eftir Benedikt S. Lafleur

Hjálp í viðlögum