Söknuður
Ég sakna þín svo að það hjarta mitt sker
það nú í molum er
hvert sem ég fer
vildi ég óska að þú værir hér hjá mér

Ég ræð ekkert við það þegar tárin byrja að streyma
þú opnaðir flóðgáttir hjá mér
vil bara vakna svo ég geti hugsað
“gott” mig var bara að dreyma

Þetta eilífa stríð sem ég er að heyja
við hjarta og hug minn er svo erfitt
langar ekki að verslast upp og deyja
afhverju ertu ekki hér og faðmar mig

Hvað get ég gert til að fá þig aftur
verð að fá þig því þú er minn
hrópa til himins “hjálp” hvar er minn kraftur
Get ekkert gert þarf bara að hvíla mig um sinn.
 
Skjaldbaka
1977 - ...


Ljóð eftir Skjaldböku

Söknuður
Fool