Spádómur
Þegar við vöknum upp við sprengihvelli
mun þykja friðsælt að búa í helli
Hafa aldrei lært að blóta
og hvað þá diffurkvóta!
Því fáfræðin er vanmetin
og önnur fræði andsetin
Af neikvæðri þróun, ég mæli illt
í viðkvæman poka ógnarfast kýlt
og mannkynið stekkur skref aftur
bara neikvæður kraftur
sem eyðir siðgæðum
góðlátum fræðum
Á veg eyðingar æðum
í illskunnar klæðum
þótt til Guðs við bæðum
allt kristnibænavæðum
komum við ekki okkar sæðum
fyrir í tilsvarandi samstæðum
Sem þýðir bara aðeins:
Allt verður eitt
eitt verður ekki neitt
Þá komumst við í feitt, leitt, þreytt, reitt, heitt ástand, þar sem óeirð hvílir.
Hvað finnst ykkur um það?
 
Þengill
1984 - ...


Ljóð eftir Þengil

Spádómur