stelpan í skugganum
Ég veit ekki hvað þetta er,
ég veit ekki hvað það er sem ég sé.
en það er eitthvað við þig,
sem lætur mér líða vel.

Ég nýt þess að horfa á þig.
Ég nýt þess þegar þú horfir á mig
þegar þú snertir mig finnst mér ég vera örugg, þó að snertingin sé saklaus.

Það eina sem heldur mér lifandi ert þú,
Ég geri allt til þess að vera nálægt þér
Ég veit ekki hvort þú tekur eftir því,
ég veit ekki hvort þú tekur eftir mér. 
Jóhanna Ögmundsdóttir
1988 - ...


Ljóð eftir Jóhönnu

stelpan í skugganum