Þú valdir þetta
Ég lá í sófanum. Sjónvarpsþættirnir skullu á mig eins og flóðbylgjur. Ég hentist til og frá í gusuganginum - í stofunni minni. Skyndilega var ég staddur á götunni. Sá móta fyrir mönnum sem gengu vasklega í átt að mér.

Komdu með!

Ég var skyndilega í herbergi með Knox Harrington, Gunnari Dal og Cornelis Vreeswijk.

Við drukkum og drukkum.

Tókum lög. Því hvernig geturu verið vantrúuð á meitlun snillingsins? Vær yfir hæfileikum mínum? Valið einhvern umfram mig?

Ég man þegar við lágum saman. Vafin hverju öðru. Og þú varst svo sæl.

Ég veit þú ert ekki sæl lengur.

En þú valdir þetta.  
erg
2004 - ...


Ljóð eftir erg

Þú valdir þetta