Maðurinn sem vissi ekki að hann var blindur
Maður einn þrammar um stræti
en þó í eirðarleysi rápir.
Hann skeytir ekki um aðra
en fólkið á hann glápir.
Það spyr: "Eigum við að hjálpa?
því þú sérð varla neitt.
Það er synd og skömm
en þú færð engu um það breytt".
En maðurinn bregst reiður við
"Ég sé það sem ég vil sjá!"
segir hann hösturlega
og rekur sig ljósastaur á.
en þó í eirðarleysi rápir.
Hann skeytir ekki um aðra
en fólkið á hann glápir.
Það spyr: "Eigum við að hjálpa?
því þú sérð varla neitt.
Það er synd og skömm
en þú færð engu um það breytt".
En maðurinn bregst reiður við
"Ég sé það sem ég vil sjá!"
segir hann hösturlega
og rekur sig ljósastaur á.