Speglabrot
Ég er alls ekki
hjátrúafullur
en
á síðustu
þremur árum
hef ég brotið tuttugu
og þrjá
spegla.
Það var ekki
fyrr en í dag
að ég fattaði
í hverju óheppnin fólst.
Það voru
allir helvítis
brotnu
speglarnir.  
Guðmundur
1987 - ...


Ljóð eftir Guðmund

Speglabrot
Óvissa