Ego
Ég er ógnandi afl
Ég er beljandi skafl
Ég er allt sem þú óttast en þráir

Ég er eiginleg synd
Ég er satan ímynd
Þeir forðast Mig mennirnir smáir

Ég get allt sem Ég vil
Ég bý aðstæður til
Ég ræð oftast hverjum skal fórna

Ég orkuna hef
Ég ýmislegt gef
en Ég kann þessu tæplega að stjórna

Að innan Ég brenn
Ég elska alla menn
Ég kela við sólina og vorið

Ég fæ engan byr
Ég á endanum spyr
Ég get þetta vald varla borið  
Freyr Einarson
1973 - ...
samkennd eða eigingirni?
eru allir jafnir eða á sá sterkasti að lifa?
hvert leiðir lífið okkur?
Af hverju eru konur hæfari en karlar í nútíma samfélagi?


Ljóð eftir Frey Einarson

Ego