Þú þarna
Þú varst konan sem stökkst af gleði af stað til að hitta mig.
Konan sem hringdi klukkan 3 að nóttu til að segja “Ég elska þig 9,9.”
Þú hafðir trú á því einfalda og fallega
og að við ættum framtíð
í Grafarvoginum.
Þú hafðir fáa veikleika
en ég var þeirra mestur.
 
Möskull
1972 - ...
Stundum er ástin ekki allt sem sýnist og sitt sýnist hverjum


Ljóð eftir Meskil

Þú þarna