Hundasund
Sundsprettur sem heilsubót,
er köfun eftir lífsins rót.

Sperrtur líkt og hundur,
á eftir næstu tík,
gónir hann á blautan kvenmanninn,
sem er aðeins að taka sér frí
frá amstri dagsins.

Hann stingur sér í djúpið,
svamlar um hálfnakinn
og finnur hvernig blóðið fossar út í limina.
Hann kafar dýpra
í 37°C heitum vökvanum,
70% vatn, 30% vessi.
Unaðsleg tilfinning!

Og ferðin endar í egginu,
innst í þrifanlegu óðali konunnar.
Svangur endar hann í ísskápnum,
innst í eldhúsinu,
fullu húsi matar.

 
Gísli
1985 - ...


Ljóð eftir Gísla

Hundasund