Í opið morgunsárið
Að lifa af lýsi á tungubroddi er að eiga við krónískt klofbragð.
Stígið við myntukeim bragðbættrar dagrenningar.
Vísifingur rýfur meydóm morgunsins, hælkrókur í gluggatjald,
leið fyrir stúrið auga hefur verið rudd.
Winston sendir reykboð til þess sem eftir lifir dags ?
afboðar sig vegna veikinda.
Dagur er vítisengill ? bandíti með skítugt hár og illan ásetning:
,,hí, hí, hí á þig, nú væri betra að vanda sig?.  
Guðmundur H. Guðmundsson
1977 - ...
Áður óútgefið.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Guðmund H. Guðmundsson

Í opið morgunsárið