Athyglissýki
Þegar ég sest niður
í miðri mannmergðinni
og þú togar í mig,
skipar mér að standa upp;
hvæsir að ég sé þér
til skammar
er ég að bíða,
bíða,
bíða
eftir að þú hlammir þér niður á móti mér
og finnir hvað það er gaman að vera
hneykslunarefni
í miðri mannmergðinni
og þú togar í mig,
skipar mér að standa upp;
hvæsir að ég sé þér
til skammar
er ég að bíða,
bíða,
bíða
eftir að þú hlammir þér niður á móti mér
og finnir hvað það er gaman að vera
hneykslunarefni