Kæri Guð
Kæri Guð, ég vildi óska að ég væri bara óheppin
En ég trúi því að mín velgengni er undir mér einni komið
Ég veit að það á að vera ég sem á að finna þig
Og gera mig að betri, opnari og skemmtilegri manneskju
En get ég gefið mér tíma í það Guð?

Almáttugur? Stundum hugsa ég út
í hvaða andartök það voru sem gerðu mig
að því sem ég er í dag
gæti ég valið andartökin?
Ég vil ekki trúa á tilviljun
Heldur mína eigin ákvöðrun
Á stað og stund.
En ef þú ert þarna
Veistu hvað fullkomið er?

Góði Guð, ég hef hugsað mikið til þín
Hvernig var það svo að þú varðst að persónu líka?
Ég vil trúa því að þú ert það góða inn í mér og inn í öllu
Þú ert ekki ábyrgur fyrir neinum sköpuðum hlut
Heldur við, sem sköpum þig.  
imba
1987 - ...


Ljóð eftir imbu

Jane Doe
Kæri Guð