Pæling um lífið
Ég er ástfanginn. Ástfanginn upp fyrir haus! Það er ekki mannseskja sem hlýtur þessa ást, heldur hef ég fundið að ég elska lífið. Kannski er lífið manneskja. Ef lífið væri manneskja væri hún stelpa. Stelpa með blá augu. Það veit ég, augu sannleikans. Rauðar varirnar svo mjúkar og fallegar - Ef lífið væri manneskja hefði hún nafn. En auðvitað er lífið engin manneskja, Lífið er bara blóm. Já, stórt og fallegt blóm, sem teygir sig lengra eftir því sem lífsleiðin þröngvar sér lengra gegnum breiðstræti alheimsins. Stundum flýgur það á fleygiferð um hraðbraut hversdagsleikans, en síðan tekur það sér hlé og stoppar við undur veraldar - læk hreinleikans, þessa mikilfenglegu kirkju tónlistarinnar, og helst af öllu, við hinn mikla píramída ástarinnar.

Ég hef elskað lífið frá því ég kynntist því fyrst fyrir alvöru. Kannski gerði ég mér ekki grein fyrir því strax, þar sem ég hafði um annað að hugsa þá. Kannski elskaði ég eitthvað annað þá, ég bara man ekki hvað það gat verið.

En eitt veit ég. Ég veit það að lífið mun aldrei elska mig til baka. Það hefur annað til að elska. Kannski elskar það dauðann, ég veit það ekki. Ég skipti mér ekki af einkalífi annarra.  
Djúpi gaurinn?
1987 - ...
Þetta... mér datt þetta bara í hug eitt kvöldið... fannst sniðugt að skrifa þetta hérna niður, sjá hvort þetta sé eins sniðugt og mér finnst...


Ljóð eftir Djúpa gaurinn?

Pæling um lífið