Hringrás lífsins
Hin eilífa hringrás lífsins:
ég fer fram og aftur, aftur og fram
"Hann var að moldu kominn"
eru hin eilífu orð,
"og að moldu verður".
Hvernig ætli það sé?
Að vera grafinn,
að rotna og vera étinn,
í líkkistu, í jörðu,
að verða að mold,
eða öðru.
Ég kýs að brenna,
að brenna í lífvana báli,
að verða að ösku,
sem dreift er um,
á mína allbestu staði.
Ég vil brenna!  
Harpa
1990 - ...


Ljóð eftir Hörpu

Heilagi maðurinn
Hringrás lífsins