Spegilmynd sjálfs míns
Brosi lárétt í gegnum trefilskramdar kinnar.
Stjörnur synda í sykurlegnum augum.

Kannski nokkur gerfitungl líka.

Svaf lengi á himnum með hönd undir kinn.
Langaði aldrei að líta niður.
Fékk aldrei náladofa í hjartað.

Kuldi er frískur að sjúga upp í nefið, með láréttu brosi...

...og spegilmynd sjálfs míns á hvolfi.  
Kolbrá Þ. Bragadóttir
1971 - ...


Ljóð eftir Kolbrá Þ. Bragadóttur

Spegilmynd sjálfs míns
Á morgun