

Brosi lárétt í gegnum trefilskramdar kinnar.
Stjörnur synda í sykurlegnum augum.
Kannski nokkur gerfitungl líka.
Svaf lengi á himnum með hönd undir kinn.
Langaði aldrei að líta niður.
Fékk aldrei náladofa í hjartað.
Kuldi er frískur að sjúga upp í nefið, með láréttu brosi...
...og spegilmynd sjálfs míns á hvolfi.
Stjörnur synda í sykurlegnum augum.
Kannski nokkur gerfitungl líka.
Svaf lengi á himnum með hönd undir kinn.
Langaði aldrei að líta niður.
Fékk aldrei náladofa í hjartað.
Kuldi er frískur að sjúga upp í nefið, með láréttu brosi...
...og spegilmynd sjálfs míns á hvolfi.