glötuð ást
blik í augum
elskan horfðu á mig
bros á vörum
elskan brostu til mín
orð frá munni
elskan talaðu við mig
mig langar svo að vera hjá þér
tala við þig
hlæja með þér
en þú vilt ekki tala við mig
...ekki lengur
ég brást þér
og núna brosir þú framaní heimin
og ég sit eftir
hugsa til þín
græt blóði
öskra framaní vindinn
sekk dýpra og dýpra
loksins verður ekkert eftir af mér
þá kannski sérðu það fyrst
ég elska þig ennþá
og hef alltaf gert
koss frá himni hlýtur þú frá mér
ég mun alltaf vera þin
 
Júlía
1987 - ...


Ljóð eftir Júlíu

glötuð ást
svart