Blómið í garðinum
Eg leit í einum garði
yfrið fagurt blóm,
hvar engan mann þess varði,
eg svo þangað kom.
Einatt á mig starði
auðs fyrir fagran róm
sú lystug liljan fróm.

Hún er svo hýr að líta
sem hermi eg ungri frá,
rétt sem rósin hvíta
eða renni blóð í snjá.
Enga yfrið nýta
eg með augum sá
aðra vænni en þá.  
Páll Jónsson
1530 - 1598


Ljóð eftir Pál Jónsson

Ef leiðist þér
Blómið í garðinum
Eikarlundurinn