Ef leiðist þér
Ef leiðist þér, grey, að ganga,
gefa vil ég þér hest.
Segi eg upp sambúð langa,
svo trúi eg fari best.
Hafir þú fornt á fótum,
fá skaltu skæðin ný.
Gakktu hart á grjótum
og ganaðu upp í ský
með bandvettlinga og traf,
styttuband og staf.
Farðu norður í Gýgjarfoss
og stingdu þér þar á kaf.
Sökktu til botns sem blý
og komdu aldrei upp frá því.  
Páll Jónsson
1530 - 1598
Skýringar:

grey - tík
skæði - skinn í skó
traf - klútur sem vafið var um skautfald
(sérstakan höfuðbúnað með skrautbúningi)
styttuband - band sem konur bundu um sig
til að stytta pils sín með
gýgur - tröllkona

Gýgjarfoss er foss í Skagafirði


Ljóð eftir Pál Jónsson

Ef leiðist þér
Blómið í garðinum
Eikarlundurinn