Óhappsreið
Nú er best að syngja satt
og segja nokkuð í fréttunum:
Það ætlar að ganga einum flatt
út hérna hjá réttunum,
ótemjuna að sér batt,
ekki bjóst við prettunum,
í því merin áfram spratt
upp smámsaman létti honum;
hart hann ofan á holtið datt
svo hlunkaði í vöðvaklettunum.
Hann þóttist hafa heiminn kvatt
og hrein með ofurgrettunum.
Eggjaður var hann enn á bak,
eg var staddur hjá honum,
kom þá í hann snugg og snak,
í snússara haminn brá honum.
Lendarnar fengu og lærin blak,
líka kollurinn á honum,
þótti hryggurinn þurfa mak,
þrífornt smér má fá honum,
af buxunum niður lútin lak,
það lukkaðist ekki að ná honum,
hann hljóp á bak og hátt við rak,
vér höfðum oss svo frá honum.
og segja nokkuð í fréttunum:
Það ætlar að ganga einum flatt
út hérna hjá réttunum,
ótemjuna að sér batt,
ekki bjóst við prettunum,
í því merin áfram spratt
upp smámsaman létti honum;
hart hann ofan á holtið datt
svo hlunkaði í vöðvaklettunum.
Hann þóttist hafa heiminn kvatt
og hrein með ofurgrettunum.
Eggjaður var hann enn á bak,
eg var staddur hjá honum,
kom þá í hann snugg og snak,
í snússara haminn brá honum.
Lendarnar fengu og lærin blak,
líka kollurinn á honum,
þótti hryggurinn þurfa mak,
þrífornt smér má fá honum,
af buxunum niður lútin lak,
það lukkaðist ekki að ná honum,
hann hljóp á bak og hátt við rak,
vér höfðum oss svo frá honum.