Landslag
Í skóginum sefur vatnið.
Hjá vatninu sefur gömul borg.
Og silfurhvítt sumarregnið
seytlar af blaði á blað
í þrúðgri, þögulli sorg
- af blaði á blað.
Og gamla borgin við vatnið
í villiþyrnunum hulin stóð.
Og dimmrauðar drúptu rósir
um dyr og múr,
sem hnigi þar hálfstorknað blóð
- um dyr og múr.
Í skóginum úti við vatnið
ég viknandi leit hina gömlu borg,
sem hlýddi eg á hálfgleymda sögu
frá horfinni tíð
um örlög og sára sorg
- frá horfinni tíð.
Í skóginum úti við vatnið
ég veg minn gekk hljóður um grafin torg.
Og silfurhvítt sumarregnið
seytlaði af blaði á blað
í þreyttri, þögulli sorg
- af blaði á blað.
Hjá vatninu sefur gömul borg.
Og silfurhvítt sumarregnið
seytlar af blaði á blað
í þrúðgri, þögulli sorg
- af blaði á blað.
Og gamla borgin við vatnið
í villiþyrnunum hulin stóð.
Og dimmrauðar drúptu rósir
um dyr og múr,
sem hnigi þar hálfstorknað blóð
- um dyr og múr.
Í skóginum úti við vatnið
ég viknandi leit hina gömlu borg,
sem hlýddi eg á hálfgleymda sögu
frá horfinni tíð
um örlög og sára sorg
- frá horfinni tíð.
Í skóginum úti við vatnið
ég veg minn gekk hljóður um grafin torg.
Og silfurhvítt sumarregnið
seytlaði af blaði á blað
í þreyttri, þögulli sorg
- af blaði á blað.