Föndurraunir
(eitt)

Sjónvarpið mitt þjáist
af snjókomuveikinni ógurlegu

ástæður eru ókunnar
en mig er farið að gruna
að loftnetið sem ég föndraði úr hnífapörum og reipteipi
sé ekki að virka sem skyldi.

(tvö)

Ég gekk á standlampa
hrasaði um stígvéli
velti pottaplöntu um koll
og káfaði á örbylgjuofninum

áður en ég komst að þeirri niðurstöðu
að sennilegast borgar sig ekki
að föndra sér linsur úr matarlími.

(þrjú)

Af gefnu tilefni
og biturri reynslu

vil ég ráða fólki frá því
að nota heimföndraða peningaseðla.

 
Sigurlaug Elín
1987 - ...


Ljóð eftir Sigurlaugu Elínu

Föndurraunir
Það var lygi