Það var lygi
Þarna sátum við á kaffihúsi
sem hélt því fram að þar væri hægt að fá
ostaköku dagsins á 450kall
það var lygi

og til okkar kom þjónn
sem hélt því fram að kaffið kæmi
eftir svona umþaðbil tíu mínútur
það var lygi

og konan sem ég hitti hjá klósettinu
sagði að himinninn væri allur að lýsast
og bráðum myndi stytta upp
það var lygi

og þú sagðir að það væri klárt mál
að ég mætti leigja íbúðina þína
meðan þú værir í Finnlandi
það var lygi

og ég þakkaði fyrir mig og sagði
að auðvitað myndi ekki verða neitt vesen
ég myndi hugsa rosalega vel um hana
það var lygi

Þarna sátum við
og mér varð illt í maganum
og fékk dúndrandi hjartslátt
því ég áttaði mig á því
að allt benti til þess
að tilvist okkar væri líka bara lygi





 
Sigurlaug Elín
1987 - ...


Ljóð eftir Sigurlaugu Elínu

Föndurraunir
Það var lygi