Ljóðin þín
Þarna eru þessi ljóð sem segja sína
sögu þarna eru þau
ekki einhvers konar skeljar sem sváfu
af sér eilífðina í fallegri fjöru
eða loftsteinar sem féllu til jarðar ofanúr
holu hveli sem væri kannski nær lagi
heldur blóðið á vörunum undan
tönnunum jafnvel á nöglunum
þegar lífsblómið bærðist og ég
hvíslaði drepa drepa
ljóðin sem lögðu af stað í öndvegi
áður en sjóreiðin hófst
þarna eru þau löðrandi syngjandi og þú
spyrð kannski eilítið hikandi viltu
vera minn vængur í nótt ég
get það ég get það
ekki  
Kristian Guttesen
1974 - ...
Úr ljóðabókinni Litbrigðamygla (2005)

2005

Hugtakið Copyleft á rætur sínar að rekja til forritunar á opnum kóða, þar sem hver sá sem notfærir sér kóða eftir annan skuldbindur sig til að gefa út sína eigin útfærslu (endurgjaldslaust) sem opinn kóða, þ.e.a.s. gerir nýja kóðann aðgengilegan fyrir aðra (á netinu).

Hafir þú eignast þetta ljóð / verk með löglegum hætti, er þér frjálst að vitna í það rafrænt, dreifa á netinu eða prenta til eigin nota, svo lengi sem tilvitnunin notist ekki í ábataskyni. Ef þú prentar, þá taka samningar Fjölís um endurgjald fyrir ljósritun tafarlaust gildi. Vitnir þú í bókina - og beitir sköpun - þá skuldbindur þú þig til þess að gefa út eigin verk frjáls til tilvitnunar, samkvæmt skilmálum Copyleft. Vitnir þú í þetta ljóð, þá bætist meðfylgjandi texti við hið rafræna skjal: „Tilvitnun samkvæmt skilmálum Copyleft.

Verk: Litbrigðamygla, Guttesen, tekið af Ljóð.is
Útgefandi: Bókaútgáfan Salka
Útgáfuár: 2005

Notist ekki í ábataskyni og prentist aðeins út á pappír samkvæmt samningum Fjölís um endurgjald fyrir ljósritun úr vernduðum verkum. Tilvitnun eftir [nafn þess er vitnar í verkið].“


Ljóð eftir Kristian Guttesen

Ljóðin þín
Við lok einmánaðar
Fáein orð um geðveiki
In memoriam
Ferðalok<dd><em>eða Gömul saga</em></dd>
orðagyðjan [1]
bónusljóð
orðagyðjan [2]
blóð
Eftirmáli : síðustu ljóð
Inná almenningsklósetti að drýgja einhverjar ónáttúrulegar athafnir og þú situr í rólegheitunum en hún finnst myrt og vanhelguð
Í formála minningargreinar um fjólu
Urbanus, from urbs city
Tóm gröf innan í bók