Ferðalok<dd><em>eða Gömul saga</em></dd>
Elskan mín

Það getur stundum komið manni í opna skjöldu – verið köld vatnsgusa eða líkt og að fá aðsvif – að lesa orð sem eru svona einlæg. Ég gerði mér aldrei í hugarlund hversu einlæg þú ert, né að þú værir það ekki. En segðu mér satt, ef þér finnst ekkert hafa breyst síðan við vorum saman – sumarið 1994 í Ísrael. Að í einfeldni minni gagnvart tilfinningum þínum þá sé allt við það sama? Hversu undursamlegt það hefði verið – nei, heldur átti að vera – að fá að þekkja þig einsog þú speglar þinn eigin trega. Hversu foreldrar þínir hljóta að hafa hatað mig. Aðeins í djúpu þunglyndi getur eitthvað snert mann – manns hjarta, tilfinningar og sál. Ég veit það ekki, og gerði það aldrei.

Það eru tíu síðan, nánast uppá dag. Ég hugsa mikið um Rauðahafið í Eilat. Reyndar um allt og alla. Þá sem ég kynntist og allt sem að gerðist og gerðist ekki. Um fyrstu nóttina þegar ég, þú og Anat fórum á ströndina. Og þú spurðir mig síðar: „Hvað ef Anat hefði farið út í með þér?“ Manstu eftir þessu? Auðvitað gerir þú það. Ég svaraði eitthvað á þá leið að allt sem gerðist í lífinu er á valdi örlaganna. Manstu ekki eftir þessu? Jú, auðvitað gerir þú það.

Nótt eina lágum við og horfðum uppí næturhimininn. Og ég benti þér á nokkrar stjörnur. „Þetta eru stjörnurnar okkar,“ sagði ég. Og við kysstumst. Svo ekki halda að ég sé sneyddur tilfinningum. Ég sakna þín líka. Eða réttara sagt, kópía af mér saknar kópíu af þér. Er það ekki? Auðvitað er það svo.

Bréfið frá þér er stutt og hnitmiðað. Ég vona í öllu falli að þú hafir í millitíðinni fundið þér einhverja hamingju. Eins þó ég hafi brugðist þér. Það er satt. Áfallið sem ég fékk við að lesa bréfið þitt opnaði augun mín og var löngu orðið tímabært. Ég gleymi þér aldrei.

Ástarkveðja K  
Kristian Guttesen
1974 - ...
Úr ljóðabókinni Litbrigðamygla (2005)

<img src="http://guttesen.is/res/197px-copyleft.svg.png" height=8 width=8> <strong>2005</strong>

Hugtakið Copyleft á rætur sínar að rekja til forritunar á opnum kóða, hvar sá sem notfærir sér kóða eftir annan skuldbindur sig til að gefa út sína eigin útfærslu frjálslega sem opinn kóða, þ.e.a.s. gerir nýja kóðann aðgengilegan fyrir aðra (á Netinu).

Hafir þú eignast þetta ljóð / verk með löglegum hætti, mátt þú vitna frjálslega í það rafrænt, dreifa á Netinu eða prenta til eigin nota, svo lengi sem tilvitnunin notist ekki í viðskiptalegum tilgangi. Ef þú prentar taka samningar Fjölís um endurgjald fyrir ljósritun tafarlaust gildi. Vitnir þú í myndljóðið, og beitir sköpun, þá skuldbindur þú þig til þess að gefa út eigin verk frjáls til tilvitnunar, samkvæmt lögmálum um Copyleft. Vitnir þú í þetta ljóð, þá bætist meðfylgjandi texti við hið rafræna skjal:<blockquote>„Tilvitnun samkvæmt lögmálum Copyleft.

Verk: Litbrigðamygla, Guttesen, tekið af <a href="http://www.ljod.is/viewpoem.php?iPoemID=13215" target="_blank">Ljóð.is</a>
Útgefandi: Bókaútgáfan Salka
Útgáfuár: 2005

Notist ekki í viðskiptalegum tilgangi, og prentist aðeins út á pappír samkvæmt samningum Fjölís um endurgjald fyrir ljósritun úr vernduðum verkum. Tilvitnun eftir [nafn þess er vitnar í verkið].“</blockquote>Fræðast má nánar um Copyleft <a href="http://en.wikipedia.org/wiki/Copyleft" target="_blank">á vef Wikipediu</a>.


Ljóð eftir Kristian Guttesen

Ljóðin þín
Við lok einmánaðar
Fáein orð um geðveiki
In memoriam
Ferðalok<dd><em>eða Gömul saga</em></dd>
orðagyðjan [1]
bónusljóð
orðagyðjan [2]
blóð
Eftirmáli : síðustu ljóð
Inná almenningsklósetti að drýgja einhverjar ónáttúrulegar athafnir og þú situr í rólegheitunum en hún finnst myrt og vanhelguð
Í formála minningargreinar um fjólu
Urbanus, from urbs city
Tóm gröf innan í bók